Það gæti orðið Suðurnesjaslagur í úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta en dregið var í undanúrslitin í dag.
Grindavík tekur á móti ÍR en Keflavík fær Snæfell í heimsókn.
Hjá stelpunum er líklegt að Haukar og Keflavík mætist í úrslitum en þau eru talsvert sterkari en andstæðingurinn sem þau mæta.
Gamla klisjan um að allt geti gerst í bikarnum deyr samt aldrei.
Drátturinn:
Konur:
Fjölnir · Keflavík
Haukar · Njarðvík
Karlar:
Grindavík · ÍR
Keflavík · Snæfell
Kvennaleikirnir fara fram 30.-31. janúar en karlaleikirnir fara síðan fram helgina eftir eða 7. til 8. febrúar.