Útskriftargjöfin til háskólanema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:45 Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar