NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2010 09:00 Zydrunas Ilgauskas, Mario Chalmers, Dwyane Wade og Chris Bosh virðast ekki trúa eigin augum. Mynd/AP Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði. NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði.
NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira