Styðjum fórnarlömbin Haukur Arnþórsson skrifar 1. júlí 2010 05:30 Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun