Niðurskurður og norræn velferð 28. júní 2010 06:00 Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja".
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar