Vegna umræðu um fjármuni sem eftir stóðu við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins Guðni Ágústsson skrifar 7. desember 2010 15:16 Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar