Umfjöllun: Fjölnir kláraði bensínlaust lið ÍR í 4. leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2010 20:46 Jón Sverrisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira