Líndal vegur að persónu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að setja fram skoðun mína á málinu og rökstutt hana í mörgum greinum og pistlum undanfarið ár. Ég tel ótvírætt að lög um innstæðutryggingar mæli fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Þau lög eru innleiðing á löggjöf Evrópusambandsins. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins, ásamt tilgreindum bókunum og viðaukum, hafi lagagildi hér á landi og að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum um þau mál sem samningurinn nær til. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sumum innstæður sínar að fullu bæði í orði og verki með beinni ábyrgð ríkissjóðs og fjárframlögum. Þau hafa með samningum og formlegum bréfaskriftum viðurkennt greiðsluskyldu að lágmarki til á innstæðum í erlendum útibúum íslensku bankanna. Þau reyndu á síðustu stundu fyrir bankahrunið að fá Icesave-innstæðurnar felldar undir ábyrgð breska tryggingarkerfisins. Það var óþarfi ef engin lagaskylda hvílir á Íslendingum. Það var líka óþarfi að tryggja allar innstæður á Íslandi að fullu ef engin lagaskylda og ábyrgð er á opinberum aðilum. Það var þá líka óþarfi að breyta leikreglum eftir á og gera innstæður að forgangskröfu í þrotabú. Það er gert á kostnað annarra kröfuhafa. Þeir tapa hundruðum milljarða króna, sem þeir hefðu annars fengið. Íslensk lög eiga að gilda eins um alla sem undir þau falla. Jafnræðisreglan er bundin í stjórnarskrá lýðveldisins. Út frá þessum skilningi málsins legg ég mat á það sem best er að gera fyrir land og þjóð í þessu erfiða og að mörgu leyti ógeðfellda máli. Sigurður Líndal fór fram á að ég færði rök fyrir því áliti mínu að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt að greiða lágmarkstrygginguna á Icesave-innstæðunum. Það gerði ég fúslega. Hann kaus þá að krefja mig um rök fyrir annarri fullyrðingu sem hann lagði mér í munn. Þrátt fyrir það ákvað ég að leitast við svara henni af bestu getu í stuttu máli. Viðbrögð Sigurðar eru mér veruleg vonbrigði. Þau eru ekki skoðanaskipti. Útúrsnúningur, orðhengilsháttur og afflutningur eru ekki framlag til umræðu og hjálpa ekki lesandanum til þess að komast að upplýstri niðurstöðu. Sigurður Líndal gerir lítið úr eigin ævistarfi og bregst þeirri skynsemi sem hann hefur áratugum saman leitast við að fá verðandi lögfræðinga landsins til þess að tileinka sér. Verst þykir mér þó þegar hann bregður mér um heilindi og ber á mig annarlegar hvatir. Því vil ég ekki sitja undir og mótmæli því harðlega. Sigurður Líndal verður sér mjög til minnkunar með brigslum sínum. Þá eru menn orðnir algerlega rökþrota þegar gripið er til þess að segja að „er hulin ráðgáta hvað honum gengur til“. Það er hvorki Sigurði né neinum öðrum hulin ráðgáta. Mér gengur það til að leiða málið til bestu og skynsamlegustu niðurstöðu fyrir íslenska þjóð sem völ er á miðað við málavöxtu. Það er mér ekki hulin ráðgáta hvað Sigurði gengur til með þessum ummælum sínum. Hann er að sá efasemdum um heilindi og grafa undan trúverðugleika þess sem orðin beinast að. Sigurður er að vega að persónu og draga mörk milli þjóðarinnar og hennar. Þetta hafa aðrir verið að gera síðustu daga og vegið að fólki sem hefur verið áberandi í umræðunni og er svipaðrar skoðunar og ég. Umræðan er með þessu komin á ómerkilegasta og lágkúrulegasta stig sem unnt er að ná og Sigurður Líndal leggur sitt af mörkum svikalaust. Hann gerir sjálfum sér meiri óleik en mér finnst að hann eigi skilið. Honum ber engin skylda til þess að standa við hlið helstu lýðskrumara stjórnmálanna og á ekki heima í þeirra hópi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að setja fram skoðun mína á málinu og rökstutt hana í mörgum greinum og pistlum undanfarið ár. Ég tel ótvírætt að lög um innstæðutryggingar mæli fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Þau lög eru innleiðing á löggjöf Evrópusambandsins. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins, ásamt tilgreindum bókunum og viðaukum, hafi lagagildi hér á landi og að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum um þau mál sem samningurinn nær til. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sumum innstæður sínar að fullu bæði í orði og verki með beinni ábyrgð ríkissjóðs og fjárframlögum. Þau hafa með samningum og formlegum bréfaskriftum viðurkennt greiðsluskyldu að lágmarki til á innstæðum í erlendum útibúum íslensku bankanna. Þau reyndu á síðustu stundu fyrir bankahrunið að fá Icesave-innstæðurnar felldar undir ábyrgð breska tryggingarkerfisins. Það var óþarfi ef engin lagaskylda hvílir á Íslendingum. Það var líka óþarfi að tryggja allar innstæður á Íslandi að fullu ef engin lagaskylda og ábyrgð er á opinberum aðilum. Það var þá líka óþarfi að breyta leikreglum eftir á og gera innstæður að forgangskröfu í þrotabú. Það er gert á kostnað annarra kröfuhafa. Þeir tapa hundruðum milljarða króna, sem þeir hefðu annars fengið. Íslensk lög eiga að gilda eins um alla sem undir þau falla. Jafnræðisreglan er bundin í stjórnarskrá lýðveldisins. Út frá þessum skilningi málsins legg ég mat á það sem best er að gera fyrir land og þjóð í þessu erfiða og að mörgu leyti ógeðfellda máli. Sigurður Líndal fór fram á að ég færði rök fyrir því áliti mínu að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt að greiða lágmarkstrygginguna á Icesave-innstæðunum. Það gerði ég fúslega. Hann kaus þá að krefja mig um rök fyrir annarri fullyrðingu sem hann lagði mér í munn. Þrátt fyrir það ákvað ég að leitast við svara henni af bestu getu í stuttu máli. Viðbrögð Sigurðar eru mér veruleg vonbrigði. Þau eru ekki skoðanaskipti. Útúrsnúningur, orðhengilsháttur og afflutningur eru ekki framlag til umræðu og hjálpa ekki lesandanum til þess að komast að upplýstri niðurstöðu. Sigurður Líndal gerir lítið úr eigin ævistarfi og bregst þeirri skynsemi sem hann hefur áratugum saman leitast við að fá verðandi lögfræðinga landsins til þess að tileinka sér. Verst þykir mér þó þegar hann bregður mér um heilindi og ber á mig annarlegar hvatir. Því vil ég ekki sitja undir og mótmæli því harðlega. Sigurður Líndal verður sér mjög til minnkunar með brigslum sínum. Þá eru menn orðnir algerlega rökþrota þegar gripið er til þess að segja að „er hulin ráðgáta hvað honum gengur til“. Það er hvorki Sigurði né neinum öðrum hulin ráðgáta. Mér gengur það til að leiða málið til bestu og skynsamlegustu niðurstöðu fyrir íslenska þjóð sem völ er á miðað við málavöxtu. Það er mér ekki hulin ráðgáta hvað Sigurði gengur til með þessum ummælum sínum. Hann er að sá efasemdum um heilindi og grafa undan trúverðugleika þess sem orðin beinast að. Sigurður er að vega að persónu og draga mörk milli þjóðarinnar og hennar. Þetta hafa aðrir verið að gera síðustu daga og vegið að fólki sem hefur verið áberandi í umræðunni og er svipaðrar skoðunar og ég. Umræðan er með þessu komin á ómerkilegasta og lágkúrulegasta stig sem unnt er að ná og Sigurður Líndal leggur sitt af mörkum svikalaust. Hann gerir sjálfum sér meiri óleik en mér finnst að hann eigi skilið. Honum ber engin skylda til þess að standa við hlið helstu lýðskrumara stjórnmálanna og á ekki heima í þeirra hópi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun