Fyrir nákvæmlega fjórum árum skoraði Kobe Bryant 81 stig gegn Toronto. Hann jafnaði ekki þann árangur gegn Knicks í nótt en tók engu að síður yfir leikinn og sá til þess að Lakers ynni með því að skora 22 stig í síðari hálfleik en hann var alls með 27 stig í leiknum.
Lakers hefur nú unnið 7 leiki í röð gegn Knicks en Knicks hefur tapað fimm af síðustu 8 leikjum sínum í deildinni.
Það var mikið um að vera í NBA-deildinni í nótt og alls fóru fram 13 leikir. Sjá má úrslit leikjanna hér að neðan.
Orlando-Sacramento 100-84
Philadelphia-Dallas 92-81
Toronto-Milwaukee 101-96
Washington-Miami 88-112
Atlanta-Charlotte 103-89
Boston-Portland 98-95
Detroit-Indiana 93-105
Memphis-Oklahoma 86-84
Minnesota-New Orleans 94-96
NY Knicks-LA Lakers 105-115
San Antonio-Houston 109-116
Golden State-NJ Nets 111-79
Phoenix-Chicago 104-115