Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, var heldur niðurlútur eftir tap sinna manna í Keflavík í kvöld.
Keflavík vann stórsigur á Stjörnunni í toppslag kvöldsins í Iceland Express-deild karla, 118-83.
Mestu munaði um 22-0 sprett Keflavíkur í þriðja leikhluta þar sem allt virtist ganga upp hjá heimamönnum.
„Við lentum undir. Ef maður lendir undir í Keflavík þá fellur allt með þeim og afar erfitt fyrir okkur að komast aftur inn í leikinn," sagði Fannar.
„En þetta var þó bara fyrst og fremst lélegur leikur hjá okkur. Flóknara er það ekki."

