Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. ágúst 2010 10:51 Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar