Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður.
Hann var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Viðkomandi hefur áður verið tekinn fyrir umferðarlagabrot, þar á meðal ofsaakstur.