Hærra útsvar í borginni, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. desember 2010 09:40 Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar