Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin 14. maí 2010 09:28 Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun