Lögmætisregla og verðtrygging Haukur Arnþórsson skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun