NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2011 09:00 Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Boston vann San Antonio, 107-97. Síðarnefnda liðið er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni en tapaði engu að síður sínum fimmta leik í röð í nótt. Boston átti heldur ekki frábæru gengi að fagna í marsmánuði en liðið missti til að mynda fyrsta sætið í Austurdeildinni í hendur Chicago. Boston vann „aðeins" níu leiki af sextán í mánuðinum en liðið má helst ekki við því að tapa mörgum leikjum til viðbótar þar sem að Miami er skammt undan í þriðja sætinu. Í nótt skoraði Rajon Rondo 22 stig auk þess sem hann gaf fjórtán stoðsendingar fyrir Boston. Jermaine O'Neal lék einnig með liðinu á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla. Paul Pierce var með 21 stig og ellefu fráköst og Kevin Garnett með 20 stig. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan, sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum, sneri aftur og var með 20 stig og þrettán fráköst. Manu Ginobili hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hann hitti illa í nótt og var aðeins með níu stig. San Antonio hefur átt frábært tímabil en á nú erfitt uppdráttar og það á versta mögulega tíma. Það er stutt í að úrslitakeppnin hefjist og með þessu áframhaldi eru góðar líkur á því að liðið muni missa toppsætið í Vesturdeildinni. LA Lakers og Dallas eru ekki langt undan. Þessi tvö lið mættust einmitt í nótt og vann Lakers sautján stiga sigur, 109-82. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum átti einnig góðan leik en hann var með átján stig og þrettán fráköst. Alls fengu fimm leikmenn að fjúka út af í leiknum. Þeir Matt Barnes og Steve Blake úr Lakers og Jason Terry og Brendan Haywood úr Dallas fengu allir brottvísun fyrir stimpingar í fjórða leikhluta. Shannon Brown, Lakers, fékk svo sömu refsingu síðar í leiknum í ótengdu atviki. Þetta var alls sextándi sigur Lakers í síðustu sautján leikjum liðsins og virðist liðið vera að toppa á hárréttum tíma. Liðið er nú með jafn gott sigurhlutfall og Chicago, topplið Austurdeildarinnar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 27 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira