Teitur: Fór aðeins yfir strikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 13:30 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“ Dominos-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira