Dallas náði ekki að stöðva James og Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2011 09:00 Frábærir í nótt - LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira