Bifreiðin á Hringbrautinni tengist ekki ráninu - mennirnir enn ófundnir 17. október 2011 13:04 Mennirnir ógnuðu starfsfólki með leikfangabyssum og komust á brott með töluvert magn af dýrum úrum og armböndum. mynd/Bl Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi. Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Mennirnir þrír sem voru handteknir á Hringbrautinni um klukkan ellefu í morgun tengjast vopnuðu ráni á Laugavegi ekki. Þetta segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um ofsakstur á bifreiðinni á Hringbrautinni og voru þrír menn sem voru í bílnum handteknir. Talið var í fyrstu að þeir myndu tengjast ráninu á Laugavegi en svo er ekki. Ræningjarnir eru enn ófundnir og leitar lögregla þeirra. Um klukkan hálf ellefu í morgun réðust þrír menn inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi 15. Þar ógnuðu þeir starfsfólki með byssum og brutu þar skápa og rændu fjölmörgum dýrum úrum og armböndum. Lögregla var kölluð á staðinn og skoðaði meðal annars öryggismyndavélar úr versluninni. Lögreglumenn fundu svo skömmu síðar mannlausa bifreið, sem mennirnir notuðu við ránið, í Þingholtunum í Reykjavík. Í henni voru tvær leikfangabyssur en samkvæmt heimildum fréttastofu lá önnur eftirlíking af byssu á á gólfi í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að mennirnir hafi hugsanlega haft alvöru skotvopn undir höndum en rannsókn stendur enn yfir á málinu. Bifreiðin sem mennirnir notuðu í ránið er af gerðinni Audi og er dökkblá á litin. Henni var stolið í Gnoðarvoginum í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn voru að rannsaka vettvang inni í versluninni hlupu nokkrir þeirra skyndilega út og fóru upp í lögreglubíla og brunuðu af stað. Stuttu síðar bárust fréttir af því að þrír menn hafi verið handteknir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. En samkvæmt frystu fréttum var talið að þeir myndu tengjast ráninu en svo er ekki við frekari rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig íbúðarhús í Vesturbæ Reykjavíkur í tengslum við ránið. Mennirnir, og þýfið sömuleiðis, eru ófundnir og er rannsókn enn í fullum gangi.
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði