Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 20:59 Maurice Miller. Mynd/Anton Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira