Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun