NBA: Lakers vann Oklahoma og Boston sigraði Orlando Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2011 09:02 Kobe Bryant, LA Lakers og Russell Westbrook leikstjórnandi Oklahoma í Staple Center í gær. AP Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94 NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94
NBA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira