Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi 17. mars 2011 05:45 Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira