Nei við Icesave Lýður Árnason skrifar 1. apríl 2011 06:00 Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga. Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig. Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á. Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust. Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk. Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun