Engar heimildir fyrir niðurníðslu Hjálmar Sveinsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun