Óvenjuleg og heillandi sveit 18. ágúst 2011 21:00 Bandaríska hljómsveitin Skeletons er að gera góða hluti með plötunni People. Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skeletons er ekki ein af þekktari sveitum heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spennandi. Sveitin blandar saman áhrifum úr mjög ólíkum áttum. Tónlistartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“. Frá Ohio til New YorkSkeletons (stundum skrifað Skeleton$) var stofnuð af Matt Mehlan árið 2002 þegar hann var enn tónlistarnemandi í Oberlin í Ohio. Sveitin sendi frá sér tvær plötur árið 2004, I‘m at the Top of the World og Life and Afterbirth. Ári seinna gerði sveitin samning við Ghostly International sem gaf út næstu tvær plötur, Git (2005) og Lucas (2007). Tomlab gaf svo út Money árið 2008 og nú þremur árum seinna er Skeletons komin á samning hjá belgíska gæðamerkinu Crammed Discs sem gaf út sjöttu plötuna, People, í vor. Skeletons hefur verið starfandi í New York-borg síðan 2005 og hefur verið hluti af hinni rómuðu Brooklyn/New York-senu síðustu ár. Frumleg blandaTónlist Skeletons er stundum kölluð blanda af „sérlundaðri þjóðlagatónlist og proggrokki“. Sú lýsing á samt ekkert sérstaklega vel við, en þetta er mjög frumleg blanda. Áhrifa gætir frá folk-tónlist, en líka frá afró-bíti, krautrokki, spunadjassi og framsæknu rokki. Samt eru lagasmíðarnar tiltölulega hefðbundnar. Textarnir eru frábærir. Auk Matts Mehlan eru í sveitinni gítarleikarinn Jason McMahon og slagverksleikarinn Jonathan Leland. Þeir þrír eru kjarninn, en á tónleikum er Skeletons fimm manna eining. Þá bætast hljómborðsleikarinn Mike Gallope og bassaleikarinn Bow Ribbons við. Matt hefur reyndar starfrækt mörg afbrigði af sveitinni við sérstök tækifæri. Skeletons and the Kings of all Cities, Skeletons and the Girl Faced Boys og Skeletons Big Band eru nokkur dæmi um hliðarverkefni tengd Skeletons. Draugur Jimmy DamourÞað var Rusty Santos sem hljóðblandaði People, en hann hafur meðal annars unnið með Owen Pallett, Animal Collective og Panda Bear. Það eru átta lög á People, þar á meðal hið frábæra Grandma, en gítarleikurinn í því þykir minna á hljómsveitina Battles. Eins og áður segir eru textarnir flottir. Lagið Walmart and the Ghost of Jimmy Damour fjallar um Jimmy Damour, starfsmann sem tróðst undir þegar æstir viðskiptavinir ruddust inn í Walmart-verslun í New York þegar útsala var að hefjast þar árið 2008. L‘il Rich fjallar um ungan dreng sem lét lífið í uppgjöri glæpagengja örskammt frá íbúð Matts Mehlan í New York. Og svo er það lagið Barack Obama Blues… Tónlist Skeletons er sérstakt afbrigði sem líkist ekki beint tónlist neinnar annarrar sveitar. Samt hefur henni verið líkt bæði við Battles, Dirty Projectors og meira að segja Radiohead. Ekki slæmur félagsskapur það! Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skeletons er ekki ein af þekktari sveitum heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spennandi. Sveitin blandar saman áhrifum úr mjög ólíkum áttum. Tónlistartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“. Frá Ohio til New YorkSkeletons (stundum skrifað Skeleton$) var stofnuð af Matt Mehlan árið 2002 þegar hann var enn tónlistarnemandi í Oberlin í Ohio. Sveitin sendi frá sér tvær plötur árið 2004, I‘m at the Top of the World og Life and Afterbirth. Ári seinna gerði sveitin samning við Ghostly International sem gaf út næstu tvær plötur, Git (2005) og Lucas (2007). Tomlab gaf svo út Money árið 2008 og nú þremur árum seinna er Skeletons komin á samning hjá belgíska gæðamerkinu Crammed Discs sem gaf út sjöttu plötuna, People, í vor. Skeletons hefur verið starfandi í New York-borg síðan 2005 og hefur verið hluti af hinni rómuðu Brooklyn/New York-senu síðustu ár. Frumleg blandaTónlist Skeletons er stundum kölluð blanda af „sérlundaðri þjóðlagatónlist og proggrokki“. Sú lýsing á samt ekkert sérstaklega vel við, en þetta er mjög frumleg blanda. Áhrifa gætir frá folk-tónlist, en líka frá afró-bíti, krautrokki, spunadjassi og framsæknu rokki. Samt eru lagasmíðarnar tiltölulega hefðbundnar. Textarnir eru frábærir. Auk Matts Mehlan eru í sveitinni gítarleikarinn Jason McMahon og slagverksleikarinn Jonathan Leland. Þeir þrír eru kjarninn, en á tónleikum er Skeletons fimm manna eining. Þá bætast hljómborðsleikarinn Mike Gallope og bassaleikarinn Bow Ribbons við. Matt hefur reyndar starfrækt mörg afbrigði af sveitinni við sérstök tækifæri. Skeletons and the Kings of all Cities, Skeletons and the Girl Faced Boys og Skeletons Big Band eru nokkur dæmi um hliðarverkefni tengd Skeletons. Draugur Jimmy DamourÞað var Rusty Santos sem hljóðblandaði People, en hann hafur meðal annars unnið með Owen Pallett, Animal Collective og Panda Bear. Það eru átta lög á People, þar á meðal hið frábæra Grandma, en gítarleikurinn í því þykir minna á hljómsveitina Battles. Eins og áður segir eru textarnir flottir. Lagið Walmart and the Ghost of Jimmy Damour fjallar um Jimmy Damour, starfsmann sem tróðst undir þegar æstir viðskiptavinir ruddust inn í Walmart-verslun í New York þegar útsala var að hefjast þar árið 2008. L‘il Rich fjallar um ungan dreng sem lét lífið í uppgjöri glæpagengja örskammt frá íbúð Matts Mehlan í New York. Og svo er það lagið Barack Obama Blues… Tónlist Skeletons er sérstakt afbrigði sem líkist ekki beint tónlist neinnar annarrar sveitar. Samt hefur henni verið líkt bæði við Battles, Dirty Projectors og meira að segja Radiohead. Ekki slæmur félagsskapur það!
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira