Óvenjuleg og heillandi sveit 18. ágúst 2011 21:00 Bandaríska hljómsveitin Skeletons er að gera góða hluti með plötunni People. Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skeletons er ekki ein af þekktari sveitum heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spennandi. Sveitin blandar saman áhrifum úr mjög ólíkum áttum. Tónlistartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“. Frá Ohio til New YorkSkeletons (stundum skrifað Skeleton$) var stofnuð af Matt Mehlan árið 2002 þegar hann var enn tónlistarnemandi í Oberlin í Ohio. Sveitin sendi frá sér tvær plötur árið 2004, I‘m at the Top of the World og Life and Afterbirth. Ári seinna gerði sveitin samning við Ghostly International sem gaf út næstu tvær plötur, Git (2005) og Lucas (2007). Tomlab gaf svo út Money árið 2008 og nú þremur árum seinna er Skeletons komin á samning hjá belgíska gæðamerkinu Crammed Discs sem gaf út sjöttu plötuna, People, í vor. Skeletons hefur verið starfandi í New York-borg síðan 2005 og hefur verið hluti af hinni rómuðu Brooklyn/New York-senu síðustu ár. Frumleg blandaTónlist Skeletons er stundum kölluð blanda af „sérlundaðri þjóðlagatónlist og proggrokki“. Sú lýsing á samt ekkert sérstaklega vel við, en þetta er mjög frumleg blanda. Áhrifa gætir frá folk-tónlist, en líka frá afró-bíti, krautrokki, spunadjassi og framsæknu rokki. Samt eru lagasmíðarnar tiltölulega hefðbundnar. Textarnir eru frábærir. Auk Matts Mehlan eru í sveitinni gítarleikarinn Jason McMahon og slagverksleikarinn Jonathan Leland. Þeir þrír eru kjarninn, en á tónleikum er Skeletons fimm manna eining. Þá bætast hljómborðsleikarinn Mike Gallope og bassaleikarinn Bow Ribbons við. Matt hefur reyndar starfrækt mörg afbrigði af sveitinni við sérstök tækifæri. Skeletons and the Kings of all Cities, Skeletons and the Girl Faced Boys og Skeletons Big Band eru nokkur dæmi um hliðarverkefni tengd Skeletons. Draugur Jimmy DamourÞað var Rusty Santos sem hljóðblandaði People, en hann hafur meðal annars unnið með Owen Pallett, Animal Collective og Panda Bear. Það eru átta lög á People, þar á meðal hið frábæra Grandma, en gítarleikurinn í því þykir minna á hljómsveitina Battles. Eins og áður segir eru textarnir flottir. Lagið Walmart and the Ghost of Jimmy Damour fjallar um Jimmy Damour, starfsmann sem tróðst undir þegar æstir viðskiptavinir ruddust inn í Walmart-verslun í New York þegar útsala var að hefjast þar árið 2008. L‘il Rich fjallar um ungan dreng sem lét lífið í uppgjöri glæpagengja örskammt frá íbúð Matts Mehlan í New York. Og svo er það lagið Barack Obama Blues… Tónlist Skeletons er sérstakt afbrigði sem líkist ekki beint tónlist neinnar annarrar sveitar. Samt hefur henni verið líkt bæði við Battles, Dirty Projectors og meira að segja Radiohead. Ekki slæmur félagsskapur það! Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skeletons er ekki ein af þekktari sveitum heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spennandi. Sveitin blandar saman áhrifum úr mjög ólíkum áttum. Tónlistartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“. Frá Ohio til New YorkSkeletons (stundum skrifað Skeleton$) var stofnuð af Matt Mehlan árið 2002 þegar hann var enn tónlistarnemandi í Oberlin í Ohio. Sveitin sendi frá sér tvær plötur árið 2004, I‘m at the Top of the World og Life and Afterbirth. Ári seinna gerði sveitin samning við Ghostly International sem gaf út næstu tvær plötur, Git (2005) og Lucas (2007). Tomlab gaf svo út Money árið 2008 og nú þremur árum seinna er Skeletons komin á samning hjá belgíska gæðamerkinu Crammed Discs sem gaf út sjöttu plötuna, People, í vor. Skeletons hefur verið starfandi í New York-borg síðan 2005 og hefur verið hluti af hinni rómuðu Brooklyn/New York-senu síðustu ár. Frumleg blandaTónlist Skeletons er stundum kölluð blanda af „sérlundaðri þjóðlagatónlist og proggrokki“. Sú lýsing á samt ekkert sérstaklega vel við, en þetta er mjög frumleg blanda. Áhrifa gætir frá folk-tónlist, en líka frá afró-bíti, krautrokki, spunadjassi og framsæknu rokki. Samt eru lagasmíðarnar tiltölulega hefðbundnar. Textarnir eru frábærir. Auk Matts Mehlan eru í sveitinni gítarleikarinn Jason McMahon og slagverksleikarinn Jonathan Leland. Þeir þrír eru kjarninn, en á tónleikum er Skeletons fimm manna eining. Þá bætast hljómborðsleikarinn Mike Gallope og bassaleikarinn Bow Ribbons við. Matt hefur reyndar starfrækt mörg afbrigði af sveitinni við sérstök tækifæri. Skeletons and the Kings of all Cities, Skeletons and the Girl Faced Boys og Skeletons Big Band eru nokkur dæmi um hliðarverkefni tengd Skeletons. Draugur Jimmy DamourÞað var Rusty Santos sem hljóðblandaði People, en hann hafur meðal annars unnið með Owen Pallett, Animal Collective og Panda Bear. Það eru átta lög á People, þar á meðal hið frábæra Grandma, en gítarleikurinn í því þykir minna á hljómsveitina Battles. Eins og áður segir eru textarnir flottir. Lagið Walmart and the Ghost of Jimmy Damour fjallar um Jimmy Damour, starfsmann sem tróðst undir þegar æstir viðskiptavinir ruddust inn í Walmart-verslun í New York þegar útsala var að hefjast þar árið 2008. L‘il Rich fjallar um ungan dreng sem lét lífið í uppgjöri glæpagengja örskammt frá íbúð Matts Mehlan í New York. Og svo er það lagið Barack Obama Blues… Tónlist Skeletons er sérstakt afbrigði sem líkist ekki beint tónlist neinnar annarrar sveitar. Samt hefur henni verið líkt bæði við Battles, Dirty Projectors og meira að segja Radiohead. Ekki slæmur félagsskapur það!
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp