Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun