Syngur um ást og reiði 8. september 2011 10:00 Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp