Sjálfboðaliðar efla samfélagið 16. september 2011 06:00 Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar