„Skynsami“ Guðni 29. september 2011 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar