Til þingmanna Samfylkingar 27. október 2011 06:00 Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífið Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun