Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun