Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2011 19:00 Blake Griffin. Mynd/AP Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs) NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs)
NBA Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira