NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 09:00 Derrick Rose Mynd/Nordic Photos/Getty Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York.Danilo Gallinari skoraði 21 stig í 112-91 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í LA en Ítalinn hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Clippers-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð þar á meðan leik á móti Denver í síðustu viku. Ty Lawson skoraði 18 stig fyrir Denver og Arron Afflalo var með 15 stig. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Paul var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Derrick Rose átti stórleik í 105-102 sigri Chicago Bulls á New York Knicks í Madison Square Garden í New York. Rose var með 32 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og New York liðið tapaði í tíunda sinn í tólf leikjum. Amare Stoudemire var með 34 stig og 11 fráköst hjá New York og Carmelo Anthony skoraði 26 stig en aðeins 4 þeirra í fjórða leikhlutanum. Derrick Rose braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Tim Duncan var með 19 stig og Tony Parker var með 18 stig þegar San Antonio Spurs vann New Orleans Hornets 93-81. Þetta var þriðji sigur Spurs í röð og það vakti athygli hversu mikið hinn 35 ára gamli Duncan var með en hann skoraði 25 stig í sigri á Houston kvöldið áður. Carly Landry skoraði mest fyrir Hornets eða 17 stig.Monta Ellis.Mynd/APRudy Gay skoraði 21 stig þegar Memphis Grizzlies unnu 96-77 útisigur á Atlanta Hawks. Atlanta Hawks var búið að ná Miami Heat í töflunni eftir 4 sigra í 5 leikja útileikjaferðalagi en leikmenn liðsins virkuðu afar þreytulegir í nótt. Tony Allen og O.J. Mayo skoruðu báðir 18 stig fyrir Memphis en Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 11 stig.Monta Ellis skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 119-101 sigur á Utah Jazz. David Lee var með 23 stig og 14 fráköst en hjá Utah var Paul Milsap atkvæðamestur með 15 stig og 11 fráköst.Marcus Thornton var með 20 stig og John Salmons skoraði 19 stig í 95-92 sigri Sacramento Kings á Portland Trail Blazers. LaMarcus Aldridge var með 28 stig og 14 fráköst hjá Portland sem tapaði þarna fjórða útileiknum í röð. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Danilo GallinariMynd/APAtlanta Hawks - Memphis Grizzlies 77-96 New York Knicks - Chicago Bulls 102-105 San Antonio Spurs - New Orleans Hornets 93-81 Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 95-92 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 91-112 Golden State Warriors - Utah Jazz 119-101 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York.Danilo Gallinari skoraði 21 stig í 112-91 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í LA en Ítalinn hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Clippers-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð þar á meðan leik á móti Denver í síðustu viku. Ty Lawson skoraði 18 stig fyrir Denver og Arron Afflalo var með 15 stig. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Paul var með 15 stig og 9 stoðsendingar.Derrick Rose átti stórleik í 105-102 sigri Chicago Bulls á New York Knicks í Madison Square Garden í New York. Rose var með 32 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og New York liðið tapaði í tíunda sinn í tólf leikjum. Amare Stoudemire var með 34 stig og 11 fráköst hjá New York og Carmelo Anthony skoraði 26 stig en aðeins 4 þeirra í fjórða leikhlutanum. Derrick Rose braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Tim Duncan var með 19 stig og Tony Parker var með 18 stig þegar San Antonio Spurs vann New Orleans Hornets 93-81. Þetta var þriðji sigur Spurs í röð og það vakti athygli hversu mikið hinn 35 ára gamli Duncan var með en hann skoraði 25 stig í sigri á Houston kvöldið áður. Carly Landry skoraði mest fyrir Hornets eða 17 stig.Monta Ellis.Mynd/APRudy Gay skoraði 21 stig þegar Memphis Grizzlies unnu 96-77 útisigur á Atlanta Hawks. Atlanta Hawks var búið að ná Miami Heat í töflunni eftir 4 sigra í 5 leikja útileikjaferðalagi en leikmenn liðsins virkuðu afar þreytulegir í nótt. Tony Allen og O.J. Mayo skoruðu báðir 18 stig fyrir Memphis en Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 11 stig.Monta Ellis skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 119-101 sigur á Utah Jazz. David Lee var með 23 stig og 14 fráköst en hjá Utah var Paul Milsap atkvæðamestur með 15 stig og 11 fráköst.Marcus Thornton var með 20 stig og John Salmons skoraði 19 stig í 95-92 sigri Sacramento Kings á Portland Trail Blazers. LaMarcus Aldridge var með 28 stig og 14 fráköst hjá Portland sem tapaði þarna fjórða útileiknum í röð. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Danilo GallinariMynd/APAtlanta Hawks - Memphis Grizzlies 77-96 New York Knicks - Chicago Bulls 102-105 San Antonio Spurs - New Orleans Hornets 93-81 Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 95-92 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 91-112 Golden State Warriors - Utah Jazz 119-101 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira