Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 10:49 Tryggvi Þór Herbertsson bar vitni í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið. Landsdómur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið.
Landsdómur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira