Að kvöldi 5. júní og aðfaranótt 6. júní næstkomandi mun plánetan Venus ganga fyrir sólina. Þvergangan hefst klukkan 22:04 og tekur rúmar sex klukkustundir. Reykjavík er eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan gangan stendur yfir. Áhugamenn um stjörnufræði ættu því að fylgjast með þessum sjaldgæfa atburði, enda eru 235 ár þar til þessi sjaldgæfi atburður sést aftur frá Íslandi.
Nánar á vef stjörnufræði.
