Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið Inga Sigrún Atladóttir skrifar 4. júní 2012 10:30 Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar