NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 09:00 Russell Westbrook og Kevin Durant fagna í nótt. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn