
Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri?
Ég gef mér að stundum hafi sú þöggun, sem ritstjórinn lýsti frammi fyrir rannsóknarnefndinni, strítt gegn grundvallarprinsípum hans sjálfs.
Vandlætingartón ritstjórans fann ég þegar ég las leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem krafist er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biðji bæði konur og aðra kjósendur afsökunar á svikum sínum við jafréttisbaráttuna í máli sem Anna Kristín Ólafsdóttir höfðaði gegn henni vegna skipunar í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.
„Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn," segir í leiðaranum.
Veruleikinn og prinsípin
Kærunefnd jafnréttismála vó og mat á sínum tíma verðleika þeirra fimm sem til greina höfðu komið úr hópi 21 umsækjanda. Þeir höfðu áður verið mældir hátt og lágt samkvæmt nútímalegum og faglegum aðferðum. Sá er starfið hlaut fékk flest stigin í því mati af þeim fimm sem höfnuðu í úrvalsflokki, málshöfðandinn í því fimmta. Kærunefndin komst að því að númer 1 og númer 5 væru að minnsta kosti jafnhæf til að gegna skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu eftir þessa athugun sína. Á þeirri forsendu hefði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið að veita því kyni embættið sem á hallar í embættismannakerfinu, sagði kærunefndin og vísaði í lög.
Jóhanna kaus - í góðri trú - að skipa þann sem hafnaði í efsta sæti. Þegar upp hófust málaferli af hálfu nr.5 bauð hún sættir. Af prinsípástæðum vildi Jóhanna ekki fara í hart gegn kynsystur sinni. Af prinsípástæðum vildi hún ekki véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Hún notaði ekki réttinn til að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndarinnar af prinsípástæðum jafnvel þótt færustu ráðgjafar og sérfræðingar teldu miklar líkur á að slíkt mál yrði dæmt henni í vil. Þar með batt hún sjálf hendur Héraðsdóms Reykjavíkur; úrskurðurinn gegn henni skyldi gilda eins og staðfest var í dómsorði.
Að fengnum þessum úrskurði kærunefndarinnar voru aðstæður hennar þessar: Að höfða ógildingarmál gegn kynsystur sinni og kærunefndinni var auðvitað ekki góður kostur. Að gera það ekki var líka eins og að leggja höfuðið undir öxina.
Frændinn, flokkslínur og prinsíp
Nú geta menn velt fyrir sér prinsípum, heilindum og hverju sem vera skal sem snertir jafnréttismál. Fæstir, sem þekkja jafnréttisbaráttuna vel og hafa tekið þátt í henni, véfengja heilindi Jóhönnu í þeim efnum. Þann vörð hefur hún staðið í marga áratugi. Það gerði hún einnig þegar Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra, þóknaðist í ágúst árið 2003 að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara. Hæfasti umsækjandinn, Hjördís Hákonardóttir, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Björn hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Hann hafði hreint ekki verið metinn jafn hæfur og Hjördís. Í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur Björn Bjarnason eftirfarandi um þessi embættisverk sína að segja: „Réttmæt vonbrigði eiga ekkert skylt við heiftina sem einkenndi gagnrýni á ákvörðun mína um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson dómara í hæstarétti síðla sumars 2003. Heiftin átti sér annarlegar rætur og sætti Ólafur Börkur einelti vegna skyldleika við Davíð Oddsson."
Það var og. Veruleikinn séður í gegn um flokksgleraugun.
Nú er Jóhanna gagnrýnd fyrir að hafa valið þann sem hæfastur þótti samkvæmt faglegu og óháðu mati. Þessu mati var kærunefndin einfaldlega ekki sammála, breytti því og úrskurðaði. Ég hef ekki forsendur til að gagnrýna það. Ljóst er að Jóhanna, sem skipaði mann í embætti í góðri trú, gerði það ekki heldur. Ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna hafi viljað fylgja faglegu mati út í æsar (prinsípfesta) þegar valinn var skrifstofustjóri. Ég held hins vegar að Björn Bjarnason hafi fylgt „prinsípum" klíkuþjóðfélgsins út í æsar þegar hann valdi hæstaréttardómara.
Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu?
Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar