Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 08:00 Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí Sund Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí
Sund Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira