Argentínski miðjumaðurinn Fernando Gago hefur gengið frá fjögurra ára samningi við Valencia í efstu deild spænska boltans.
Gago, sem var á láni hjá ítalska félaginu Roma frá Real Madrid á síðustu leiktíð, segist vilja vinna titla á næsta tímabili með Valencia.
„Markmið mitt hjá Valencia er einfalt. Ég vil vinna titla líkt og ég hef gert allan minn feril. Ég vil ekki að þetta tímabil verði líkt og mitt síðasta þar sem ég vann ekki til verðlauna," segir Gago.
Valencia hafnaði í 3. sæti deildarinnar í fyrra heilum 30 stigum á eftir Barcelona í 2. sæti. Valencia mætir Real Madrid í fyrstu umferð spænska boltans 18. ágúst.
Gago vill vinna titla með Valencia
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn