Pistillinn: Til hvers að senda íslenska sundfólkið á Ólympíuleika? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 08:00 Mynd/Valli Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð. Pistillinn Sund Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð.
Pistillinn Sund Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira