Körfubolti

Þrír íslenskir leikmenn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson hefur spilað mest í íslenska liðinu í fyrstu fjórum leikjunum.
Jón Arnór Stefánsson hefur spilað mest í íslenska liðinu í fyrstu fjórum leikjunum. Mynd/Stefán
Það hefur verið mikið álag á nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið leikur sinn fimmta leik í kvöld þegar Eistlendingar mæta í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en bæði lið hafa tapað undanförnum tveimur leikjum og þyrstir því í sigur.

Peter Öqvist, þjálfari íslenska liðsins, hefur treyst mikið á sömu leikmenn og ekki hefur hjálpað til að Logi Gunnarsson missti af einum leik vegna veikinda og Pavel Ermolinskij hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.

Nú er svo komið að þrír leikmenn íslenska liðsins eru inn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur að meðaltali í undankeppni Evrópumótsins. Þetta eru þeir Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.

Jón Arnór er í 7. sæti með 36,0 mínútur í leik, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur spilað 35,5 mínútur í leik sem skilar honum í 8. sætið og í tíunda sæti er síðan Jakob Örn Sigurðarson með 35,3 mínútur í leik. Pavel Ermolinskij spilaði 35 mínútur í sínum eina leik en nær ekki lágmörkunum.



Mínútur spilaðar að meðaltali hjá íslenska liðinu í undankeppninni:

Jón Arnór Stefánsson 36,0

Hlynur Bæringsson 35,5

Jakob Örn Sigurðarson 35,3

Pavel Ermolinskij 35,0 (1 leikur)

Haukur Helgi Pálsson 28,3

Ægir Þór Steinarsson 19,0

Helgi Már Magnússon 15,5

Logi Gunnarssoon 12,7 (3 leikir)

Finnur Atli Magnússon 7,3

Brynjar Þór Björnsson 5,0 (1 leikur)

Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3,3

Axel Kárason 1,0 (2 leikir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×