Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2012 21:07 Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast. Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast.
Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21