Sport

Anton Sveinn bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Benedikt Ægisson
Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, bætti í morgun Íslandsmet sitt í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Tyrklandi.

Anton Sveinn synti á tímanum 3:47.83 mínútum. Íslandsmet Arnar Arnarsonar frá árinu 2002 var 3:48.67 mínútur.

Anton Sveinn hafnaði í 25. sæti af 62 keppendum.

Orri Freyr Guðmundsson sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í 50. sæti í 50 metra flugsundi.

Orri Freyr, sem er að keppa í fullorðinsflokki á alþjóðavettvangi í fyrsta skipti, kom í mark á tímanum 25.03 sekúndur og var 2.63 sekúndum á eftir forystusauðnum Pjotr Degtjarjov frá Eistlandi. Orri bætti sinn besta tíma um 0,1 sekúndu en hann keppir í 100 metra skriðsundi á morgun.

Örn Arnarson á Íslandsmetið í greininni. Hann synti á tímanum 23:55 í Helsinki árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×