Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2012 17:57 Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“