Melódískt og skrítið popp 8. mars 2012 12:30 The Shins á Grammy-hátíðinni árið 2008. Hún var tilnefnd til fyrir bestu alternative-plötuna. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“