Allar íbúðir eins Pawel Bartoszek skrifar 9. mars 2012 06:00 Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun