Ætlar að toppa síðustu tónleika 3. apríl 2012 11:00 Helgi Björnsson ætlar að gera enn betur á tónleikum sínum 17. júní. fréttablaðið/gva „Þetta verður alveg geggjað. Ég held að við toppum þetta frá því í fyrra," segir Helgi Björnsson. Hann ætlar að endurtaka leikinn á þjóðhátíðardaginn og halda tónleika í Eldborg 17. júní undir nafninu Íslenskar dægurperlur. Þar mun stórskotalið íslenskra söngvara stíga á svið og flytja þekkt íslensk popplög undir stjórn Samúels J. Samúelssonar. Hann hefur sér til fulltyngis vaska sveit tónlistarmanna, þar á meðal lúðra- og fiðlusveit. Meðal söngvara í ár verða Valdimar Guðmundsson, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius, Jón Jónsson og þau Eivör og Bogomil Font sem komu einnig fram í fyrra. „Stemningin var svo góð í fyrra að það ætlaði bókstaflega að kvikna í húsinu," segir Helgi og hlær. Þá fór einmitt brunavarnarkerfið í gang þegar lagið Brennið þið vitar var flutt. „Núna verða væntanlega áttatíu slökkviliðsmenn á vakt til að vera með þetta allt á hreinu." Kynnir og skemmtanastjóri verður myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson. Miðasala hefst í apríl. Geisla- og mynddiskur með tónleikunum kom út fyrir jólin í fyrra og hefur hann náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum. Tónleikarnir í sumar verða einnig teknir upp en ekki hefur verið ákveðið hvort þeir verða gefnir út. -fb Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta verður alveg geggjað. Ég held að við toppum þetta frá því í fyrra," segir Helgi Björnsson. Hann ætlar að endurtaka leikinn á þjóðhátíðardaginn og halda tónleika í Eldborg 17. júní undir nafninu Íslenskar dægurperlur. Þar mun stórskotalið íslenskra söngvara stíga á svið og flytja þekkt íslensk popplög undir stjórn Samúels J. Samúelssonar. Hann hefur sér til fulltyngis vaska sveit tónlistarmanna, þar á meðal lúðra- og fiðlusveit. Meðal söngvara í ár verða Valdimar Guðmundsson, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius, Jón Jónsson og þau Eivör og Bogomil Font sem komu einnig fram í fyrra. „Stemningin var svo góð í fyrra að það ætlaði bókstaflega að kvikna í húsinu," segir Helgi og hlær. Þá fór einmitt brunavarnarkerfið í gang þegar lagið Brennið þið vitar var flutt. „Núna verða væntanlega áttatíu slökkviliðsmenn á vakt til að vera með þetta allt á hreinu." Kynnir og skemmtanastjóri verður myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson. Miðasala hefst í apríl. Geisla- og mynddiskur með tónleikunum kom út fyrir jólin í fyrra og hefur hann náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum. Tónleikarnir í sumar verða einnig teknir upp en ekki hefur verið ákveðið hvort þeir verða gefnir út. -fb
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira