Jason Mraz Syngur um ást á nýrri plötu 5. apríl 2012 15:00 Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. nordicphotos/getty Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira